Ytri meðferðir

Ytri meðferðir eru mjög mikilvægar í daglegu lífi okkar. Allt það sem við færum að líkamanum í gegnum húðina flokkast sem ytri meðferð. Efnið frásogast inn í líkamann í gegnum húðina. Þessi aðferð er tengd mikilli meðvitund og skynjun fyrir efninu t.d. vegna breytingar á hita/kulda eða snertingar. Mjög misjöfn áhrif er hægt að ná fram með ytri meðferðum s.s. verkjastilling, slökun, örvun, endurnýjun eða heilandi áhrif. Ýmsar leiðir eru mögulegar t.d. bakstrar, ýmiskonar böð eða burstun og olía.

Bakstur

Bakstrar eru vermandi, auka blóðflæði, ýta undir slökun og losa um þegar krampi eða mikil vöðvaspenna er til staðar.  Áhrif baksturs eru ekki alveg sýnileg strax, t.d. gætir áhrifa lifrarbaksturs með ýmsum hætti: í draumum, aukinni meðvitund, áköfu hungri, þorsta eða auknum útskilnaði.

·       Blautir bakstrar þar sem klútur er vættur í te eða lausn (t.d. jurt í vínanda), klúturinn er undinn og settur á þann líkamspart sem þarf að meðhöndla og síðan eru klútar úr ull og bómull vafðir utan um til að halda að hita.

·       Þurrir bakstrar. Mjög oft eru notuð fersk efni eða þurrkuð líkt og bývax, engifer, sinnepsfræ, kvarkur (kotasæla/grísk jógúrt) eða hvítkál.  Þetta er sett á líkamann og vafningar þar utan um til að halda varma.

·       Olíu og smyrsla klútar.  Olía eða smyrsli eru borin í klút, hann lagður á húðina og yfir er sett einangrandi efni til að halda hita að.

Verðskrá

Hægt er að bóka viðtal ef þig vantar ráðleggingu eða stuðning við breytingar í lífinu. Einnig fyrir bakstrakennslu og ráðgjöf. Vinsamlegast hafið samband með netpósti.

30 mínútna viðtal kr. 6.000.-
60 mínútna viðtal kr. 10.000.-