
Sofiustofa
Námskeið og fyrirlestrar
Frá árinu 2018 hefur Stroka staðið fyrir ýmsum námskeiðum og fyrirlestrum. Stroka flutti í núverandi húsnæði 2021 og þar er lítill salur sem ber heitið Sofiustofa. Í Sofiustofu fer ýmislegt fram, flest með áherslu á mannspekitengda vinnu, allt frá vikulegum fundum til sérhæfðra námskeiða og hvet ég alla til að kíkja á facebook eða instagram síðu Sofiustofu til að fylgjast með og taka þátt.