Olíudreifingarbað

Meðferð í baði með dreifðri olíu færir þér heilandi áhrif plöntuolíu og vatns ásamt örvunar af nuddi með burstum.  Þessi milda meðferð vekur sofandi lífskrafta, róar ólgandi tilfinningaóróa og gefur hvatningu fyrir persónulega þróun á lífsleiðinni. 

Til að undirbúa baðið þá er olíu blandað við vatn með tæki sem unnið er úr handblásnu gleri, svonefndu Jungebad.  Tækið dregur olíuna inn í hringiðu (vortex) af vatni sem hefur þau áhrif að sérstaklega fín dreifð af olíudropum verður um allt baðvatnið.

Nudd, unnið í hrynjanda, með burstum, örvar blóð- og sogæðakerfi og með því eykur það frásog á hinum fíndreifðu olíudropum. 

Eftir baðið er þér pakkað inn í teppi til að hvíla í 30-45 mín.  Þetta heilandi ferli styður við varmakerfi líkamans, og með því að nota ákveðnar plöntuolíur í baðið þá er hægt að dýpka eiginleika þeirra til að styðja við sjálfsheilun.   

Meðferðin hentar ótalmörgum heilbrigðisvandamálum, líkamlegum og andlegum, jafnt fyrir börn og fullorðna. Hafðu samband ef þú ert ekki viss hvort að meðferðin henti þér.

Verðskrá

Einn stakur tími kr. 15.000.-
(2 klst með hvíld)

Meðferð 7-12 skipti kr. 9.500
skiptið (1,5 klst með hvíld)

“Sigríður á einstaklega góða nærveru og býr að mikilli reynslu með notkun olíunnar. Baðið er ferðalag að aukinni vellíðan og jafnvægi sem virkar lengi eftir. Ég upplifi djúp slökun, betri svefn og minnkun á vöðvaspennu og verkjum. Með hjálp réttu olíunnar finn ég í gegnum baðið og hvíldina á eftir hvernig kveikt er á lífsgleðinni, orkan mín er jöfnuð og ofnæmiskerfi styrkt.”

Burstunin
magnar áhrifin

Burstun í vatninu ýtir undir blóðflæði til húðar og upptöku olíunnar í blóðstrauminn og ýtir undir frekari vellíðan.  Þetta nudd með burstum er byggt á Wegman / Hauschka hrynjandi nuddi, og það er framkvæmt með tveimur flötum, breiðum burstum með agave trefjum sem mýkjast í vatninu.   Nuddið er gert með hringjum og beinum línum og er alltaf unnið að hjartastað. 

Þessi meðferð var þróuð í kringum 1930 af Werner Junge, þýskum hydrotherapist en hann fylgdi eftir hugmyndafræði sem sett var fram í læknisfræðilegum fyrirlestrum Rúdolf Steiner. 

Lífrænar / lífefldar olíur og lækningajurtir

Í baðmeðferðinni er notuð olía. 3 grunnolíur, olívuolían sem er mest notuð, hörolía og svart cumin. Olívuolían er notuð stök eða viðbætt kröftum sértækra lækningajurta. Eingöngu er notuð lífræn eða lífefld olía í baðið. Olían hefur sterka varmatengingu, umbreytt ljós sólar og myndar varma í okkur þegar tekin inn eða henni mætt í baðinu.

Húðin tekur upp 2-3x meira magn olíunnar í olíudreifingarbaði heldur en í venjubundnu olíubaði, vegna sérstöðu Jungebad glertækisins. Olían nær til neðstu laga húðarinnar og það leiðir til djúps og varanlegs hitahjúps, sem aðeins næst yfirborðslega og í stuttan tíma með hefðbundnu baði.

Ólívutréð er gamalt tré sum hver verið til frá því fyrir Krist. Heilagt tré sem bundist hefur trúarlegri notkun. Býr yfir miklum kröftum endurnýjunar og olían sem kemur saman í ávextinum ber með sér sólarljósið. Plöntur búa til krafta sem við tökum inn og umbreytum í varma. Olían hefur sterka varmatengingu, umbreytt ljós sólar og myndar varma í okkur þegar tekin inn eða henni mætt í baðinu.

Ólívuolían getur verið viðbætt lækningajurtum eins og lavender, hvönn og rós, en einnig er málmum t.d. kopar og gull bætt í olíuna sem sértækri meðferð.

2-3.000 ára gamalt ólívutré á Krít. Nýjar ólívur að birtast í byrjun sumars.

Gull sem unnið er á ákveðinn hátt er bætt í olíuna. Gullið ber með sér krafta sólarinnar og tengist hjarta mannsins.

Íslenska hvönnin - archangelika.