Hrynjandi Stroka

„Hendur okkar þjóna hrynjandi stroku (rhythmical einreibung) með því að vinna með mannlega snertingu, nota olíur með mjög ákveðnum hætti og fylgja eftir hrynjanda heimsins.“ Herman Glaser

Með mýkt og flæði renna hreyfingar handanna yfir líkamann og styðja með því innri sátt og vellíðan.  Þetta er óhefðbundið nudd með mikilli mýkt og í hnotskurn þá ýtir það undir varma og hrynjanda líkamans.  Hægt er að slaka á vefjum sem og örva jafnvel ákveðna líffærastarfsemi og þá jafnvel í sömu meðferðinni. Legið er á nuddbekk á meðan á meðferð stendur og einnig í hvíld á eftir.  Meðferðin tekur um 60 mín. Varmi er mjög mikilvægur og lögð er áhersla á að enginn líkamshluti sé óvarinn lengur en þörf er á og tilfinningin á að vera slík að þú sért alltaf umvafinn en ekki berskjaldaður.

Meðferðin, hvort sem henni er beitt á allan líkamann eða hluta hans, hentar ótalmörgum heilbrigðisvandamálum, líkamlegum og andlegum.  Allir geta notið hrynjandi stroku.  Í raun eru fáar frábendingar vegna eiginleika hennar að vera mjög aðlögunarhæf, mild, mjúk þó hún hreyfi svo sannarlega við. 

Með hrynjandi stroku er verið að leggja inn til hrynjanda lífsins.  Þetta form styður við heilbrigði hans og hjálpar við að gefa jafnvægi þar sem það hefur farið úr skorðum.  Þér er mætt í innri veru, snert er á líkama en einnig á sál og anda.  Þegar strokan er framkvæmd með hrynjanda og gæðum snertingar þá veitir hún okkur tilfinningu um heilsteypta vellíðan.  Þetta er lifandi form, líkt og flæði vatns og tekur stöðugum fínlegum breytingum eftir því sem hún er unnin á líkamanum.

Verðskrá

Stakur tími kr. 10.000.- (1 klst).
Meðferð 4-7 skipti kr. 9.000.-

Lífrænar nuddolíur

Ekkert annað efni styður eins vel við náttúrulega vörn mannshúðarinnar eins og góð plöntuolía. Þar sem hún í eðli sínu er að stórum hluta ljós- og hitagjafi, (olía kyndir olíulampa) færir hún manninum leið að sumarsins ljósi og varma.
Í hrynjanda stroku eru að jafnaði notaðar hlutlausar grunnolíur en með íblöndun úr sérstöku þykkni af plöntu.  Þannig er hægt að auka áhrif strokunnar enn meir.

Unnið er með lífrænar hágæða plöntur, olíur og smyrsli sem unnin eru út frá hugmyndafræði mannspekilækninga.  Efnin eru unnin úr plöntu-, steina,- eða dýraríkinu og hafa mismunandi varmaáhrif en meðferðirnar ganga m.a. út frá hvernig varma og hvar þarf að vekja hverju sinni.

Þegar höndin vinnur strokuna þá fylgir hún ákveðnum formum en einnig byggingu og virkni hvers líkamsparts.  Í hrynjanda öndunar og flæðis þá er hægt að vinna fram djúpstæðan varma, slökun eða örvun, hvort sem önnur höndin eða báðar eru að vinna.  Við styðjumst við beina línu og hringi og það er munur á formunum.