Um Stroku

Ég heiti Sigríður Þorbergsdóttir og er stofnandi Stroku.  Ég hef starfað sem almennur hjúkrunarfræðingur (B.Sc. hjúkrun frá HÍ 1998), á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum, úti á landi sem og á höfuðborgarsvæðinu.  Ég breytti um starfsvettvang 2009 og fór að vinna í Waldorfskólanum Lækjarbotnum við ýmis störf og þar kynntist ég hugmyndafræði mannspekilækninga (anthroposophic medicine) sem eru viðbótarlækningar unnar út frá hugmyndafræði Rudolf Steiner (1861-1925).  Viðhorf mannspekinnar bætir sálarlegri sýn við hefðbundna læknisfræði og er sú sýn notuð við greiningu og meðferð hjá læknum og hjúkrunarfræðingum um allan heim. Ég hóf 3ja ára nám í Emerson College í UK, í grunnnámi mannspekilækninga fyrir hjúkrunarfræðinga og útskrifaðist 2017.  Árið 2018 stofnaði ég Stroku, þar sem ég vinn með óhefðbundið nuddform (hrynjandi stroku), með ytri meðferðir, ráðgjöf, námskeið og verslun sem vaxið hefur jafnt og þétt. Ég legg mikla áherslu á gæði vörunnar, lífrænar vörur og vörur tengdar mannspeki og mannspekilækningum. Árið 2019 hóf ég nám í Jungebad olíudreifingarböðum sem er meðferð sem þróuð hefur verið innan mannspekilækninga og ég lauk því námi haustið 2024.

Einkennismerki Stroku er fimmstjarnan, dans Venusar.

Venus dregur að sér athygli á björtum næturhimni, bjartari en nokkur önnur stjarna og er stanslaust að skipta um lit.  Hreyfingar plánetunnar eru ólíkar öðrum.  Á átta ára tímabili þá sýnir Venus okkur í himnaveldinu hinn samfellda dans “Pentagramma Veneris”.  Þetta form er tákn eða einkenni sem notað er fyrir hina uppréttu mannveru, svokallað “pentagram” eða fimmstjarnan.  Þessi hrynjandi finnst einnig í gervöllu plönturíkinu og er besta dæmið rósaættin.

Hinn sanni venusarandi er ef til vill; 

Það sem ég hélt að ég hefði fundið, hefur aftur glatast mér
og ég verð að leita þess á ný.