Um fyrirtæki
Ef upp koma einhverjar spurningar um vörurnar þá skaltu endilega hafa samband.
Stroka.is í Hvannhólma 24, 200 Kópavogur, er rekin af:
Sigríður Þorbergsdóttir
kt. 030572-5649
Hvannhólmi 24
200 Kópavogur
Ísland
Sími 6993095
VSK númer 131706
Banki: 0130-26-013087
stroka.mail@gmail.com
Um fyrirtæki
Í Stroku er boðið upp á náttúrulegar meðferðir sem stuðla að jafnvægi á líkama og sál. Óhefðbundið nudd (hrynjandi stroka), bakstrar fyrir líkamann, fóta-og heilböð, ráðgjöf og námskeið. Í verslun Stroku er hægt að kaupa lífrænar húð-og nuddolíur frá Lichterde, lífrænar móolíur frá Wandil, móföt frá Wandil, ýmsar bækur, hitapoka frá Sänger, bývaxplötur frá Wachswerk, bývaxplötur frá Wickel & co og ýmislegt fyrir bakstra úr góðum gæðaefnum.
Ég heiti Sigríður Þorbergsdóttir og er menntaður hjúkrunarfræðingur (B.sc.). Eftir að hafa starfað við hjúkrun frá 1992 kynntist ég hugmyndafræði mannspeki (anthroposophy) hér á Íslandi í Waldorfskólanum Lækjarbotnum og þar kviknaði áhugi minn á annars konar viðbótarhjúkrun. Árið 2015 hóf ég nám í Emerson College í Bretlandi í grunnáföngum mannspekihjúkrunar og lauk þeim áfanga vor 2017. Ég er alþjóðlega viðurkenndur mannspekihjúkrunarfræðingur og meðlimur IFAN. (International Forum of Anthroposophical Nurses), sem og meðlimur í Félagi áhugamanna um mannspekilækningar á Íslandi. Ég stofnaði Stroku sumarið 2018 og hjá Stroku er hægt að koma í meðferðir, versla heilsutengdar vörur, fá ráðgjöf eða koma á námskeið í náttúrulegum meðferðum sem unnar eru út frá mannspekilækningum (anthroposophy).
Hvernig panta ég vörur?
Hægt er að senda tölvupóst á stroka.mail@gmail.com eða hringja í síma 6993095 annars mæli ég með heimsókn í Stroku.
Pantanir
Tekið er við pöntunum í gegnum síma eða með tölvupósti á stroka.mail@gmail.com. Stroka.is sendir staðfestingu í tölvupósti þegar greiðsla hefur borist. Þegar búið er að samþykkja greiðslu og senda pöntunina af stað færðu staðfestingarpóst þess efnis. Sérpantanir eru mögulegar, en afgreiðslutími er mismunandi eftir vörumerkjum, hafðu samband á stroka.mail@gmail.com með frekari fyrirspurnir.
Stroka.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunnar eiga sér stað.
Greiðslumáti
Öll verð í vefversluninni eru í íslenskum krónum. Verð geta breyst án fyrirvara. Öll verð eru með vsk. Og eru reikningar gefnir út með vsk. Sendingakostnaður bætist síðan við ef við á áður en greiðsla fer fram.
Hægt er að greiða með:
- Millifærslu (upplýsingar eru sendar í staðfestingarpóstinum).
- Staðgreiða þegar sótt er í verslunina.
Afhending
- Sækja vörurnar í Stroku, Hvannhólma 24, 200 Kópvogur.
- Fá vörurnar sendar með Íslandspósti og er þá sendingarkostnaðurinn skv. verðskrá Íslandspósts hverju sinni. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Á vefsíðu Íslandspósts eru þessar upplýsingar aðgengilegar. Stroka.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Stroku.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða fyrir rekjanlegt bréf eða tryggja vöruna ef samið er um það sérstaklega og bætist sá kostnaður ofan á verð og sendingarkostnað skv. gjaldskrá Íslandspósts hverju sinni. Skrifið póst á stroka.mail@gmail.com ef þið viljið tryggja eða láta rekja sendinguna.
Skilafrestur
- 14 daga skilafrestur er á öllum vörum sem eru í upprunalegu ástandi (ónotaðar) og fæst varan að fullu endurgreidd sé hún í upprunalegu ástandi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
- Tilboðsvörum fæst aðeins skipt í sambærilega vöru.
- Útsöluvörum fæst hvorki skilað né skipt.
Gölluð vara
- Sé vara gölluð er boðin ný vara í formi sömu eða sambærilegrar vöru í staðinn og er allur sendingakostnaður greiddur sem um ræðir. Upphæð bóta vegna galla verður aldrei hærri en verðmæti upprunalegu vörunnar. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003
Verslun
- Verslun Stroku.is er opin á föstum tímum sjá auglýsingu á facebook síðu verslunar Stroka eða eftir samkomulagi.
- Einnig eru sérstakir opnunartímar auglýstir á facebook síðu verslunar.